Íbúðargisting á Glerá – gisting fyrir hópa á notalegum stað

 

Glerá er staðsett rétt ofan við Akureyri við veginn upp í Hlíðarfjall í miðri afþreyingarparadís nytt_kort_001Norðurlands. Niður í miðbæ er uþb. 3 km leið og enn styttra er í hvers kyns afþreyingu.

Frábærar gönguleiðir liggja upp Glerárdalinn, á Hlíðarfjall og Súlur og örstutt leið er á golfvöll Akureyringa. Í Kjarnaskógi er einstakt útivistarsvæði, grillaðstaða, göngustígar, leiktæki fyrir börn og það nýjasta eru frábærir fjallahjólastígar á heimsmælikvarða. Aðeins 300 metrar eru í motocross, enduro og reiðhjólabrautir KKA.

Á veturna er Hlíðarfjall málið en örstutt fyrir ofan húsið er eitt besta skíðasvæði á landinu. Þaðan er oft hægt að renna sér frá toppi Hlíðarfjalls alveg upp að dyrum á Glerá sem gerir brekkuna okkar að einni lengstu rennslisbrekku á landinu.

 

Húsið er rúmgott og þar er pláss fyrir allt að 20 manns. Á neðri hæðinni er gott pláss fyrir 4-6 fullorðna í herbergi og svefnsófa í stofunni. Á efri hæðinni komast auðveldlega fyrir 10 manns í þremur mjög rúmgóðum tveggja manna (eða þriggja með aukarúmi) og tveimur eins manns herbergjum, auk svefnsófa í stofunni. Auðvelt er að bæta við fleiri rúmum ef menn vilja nýta plássið betur.

Vetrarríki

 

Stofan niðri
Á neðri hæðinni