Í húsinu eru tvær rúmgóðar hæðir. Sú efri tekur auðveldlega 10 manns í gistingu og fleiri með aukarúmum. Þar er auk svefnherbergja gott eldhús með öllum helstu tækjum og búnaði, rúmgóð og björt stofa og baðherbergi. Gengið er beint úr stofunni út á pall og þaðan út í garð þaðan sem er útsýni í átt Glerárdalnum og nokkrum fallegustu fjöllum á Íslandi s.s. Súlum, Kerlingu ofl.

Neðri hæðin er minni, en rúmar vel 4-6 í gistingu. Þar eru tvö svefnherbergi auk svefnsófa, ágætt eldhús með ísskáp, eldavél og tilheyrandi, stofa með borðstofu, baðherbergi og geymsla. Báðum íbúðum fylgir þvottavél. Þráðlaust net er í húsinu.


Nánari upplýsingar um húsið:

Lyklar að húsinu eru í lyklaboxi við útidyrnar. Við brottför er lykilinn skilinn eftir í lyklaboxinu.

Það eru allar eldunargræjur til staðar og af diskum og öðrum búnaði er meira en nóg. Það eru sængur og koddar á staðnum en þið þurfið sjálf að koma með handklæði og sængurföt en allt annað á að vera á staðnum s.s. viskustykki og tuskur, klósettpappír og eldhúsrúllur en við ætlumst til að fólk bæti kaupi pappír ef hann klárast.

Gert er ráð fyrir að nýir leigjendur taki við og skili húsinu kl. 18 á komu/brottfarardegi. Þið gangið frá og þrífið sjálf við brottför og skilið húsinu í því ástandi sem þið viljið sjálf koma að því.  Hægt er að panta þrif á hvora hæð um sig.

Ræstigræjur, moppa og fötur eru undir vasknum á baðinu og ryksuga á að vera staðsett á ganginum við stigann. Ef mikið rusl safnast þætti okkur gott ef þið mynduð koma því í gámastöðina neðst í brekkunni (opið til 17 á sunnudögum)

Efri hæð:
Á efri hæðinni er gott pláss fyrir 10 manns í þremur tveggja manna herbergjum, tveimur eins manns herbergjum og góðum svefnsófa. Herbergin er númeruð og eru sem hér segir.

Herbergi nr. 1   2 rúm (90 cm), vaskur, 2 stólar, kommóða og skápur – pláss fyrir aukarúm (barnabeddi/aukarúm/barnadýnur geymdar á neðri hæð í herbergi nr. 6)

Herbergi nr. 2   2 rúm (90 cm), vaskur, sjónvarp, 2 stólar, kommóða og skápur – pláss fyrir aukarúm (barnabeddi/aukarúm/barnadýnur geymdar á neðri hæð undir stiganum)

Herbergi nr. 3   1 rúm(90 cm), kommóða – eins manns herbergi

Herbergi nr. 4   2 rúm (90 cm), vaskur, sjónvarp, 2 stólar, kommóða og skápur – pláss fyrir aukarúm

Herbergi nr. 5   1 rúm (90 cm), kommóða, sjónvarp m. DVD, skápur – pláss fyrir aukarúm (er í herberginu, aukasæng og koddi í skápnum) Þetta er minna herbergi og ekkert mál að færa aukarúmið í herbergi nr. 1, 2 eða 4.

Svefnsófi í stofunni – tvíbreiður (160 cm), sængur og koddar eru undir tungunni sem er hægt að lyfta upp. Stækkunarkubbur er undir sætinu og er dreginn fram.

Neðri hæð – aukaherbergi

Herbergi nr. 7  Leigt út sérstaklega en þó ekki eitt og sér. Tvíbreitt rúm (160 cm), sjónvarp, kommóða og skápur.

Við þessi herbergi er auka klósett og sturta sem nýtist báðum hæðum.

Neðri hæð:

Á neðri hæðinni er pláss fyrir 4-6 manns í tveimur tveggja manna herbergjum og notalegum svefnsófa í stofunni.

Svefnherbergi  (norður) Tvíbreitt rúm, 160 cm), skápur og snagar.

Svefnherbergi (suður) 2 rúm (2×90 cm) skápur/skúffur.

Svefnsófi í stofunni – tvíbreiður (160 cm), sængur og koddar eru undir tungunni sem er hægt að lyfta upp. Stækkunarkubbur er undir sætinu og er dreginn fram.

Auk þessa eru svo vindsængur og pumpa í geymslunni í neðri íbúðinni.

Húsreglur eru einfaldar:

Þetta er íbúðin / húsið okkar og við biðjum því alla að ganga eins vel um hlutina okkar eins og mögulegt er. Afnot af kryddum og þurrvörum er ok en ef eitthvað klárast væri gott ef þið gætuð endurnýjað það. Ef stólar eða borð, glös eða annar búnaður villist milli hæða eða herbergja, vinsamlegast komið því sinn stað áður en þið farið. Vinsamlegast alls ekki skilja eftir mat í ísskápnum! (bjór er þó í góðu lagi :)

Þráðlaust opið net er í húsinu sem ykkur er velkomið að nota í alla venjulega notkun s.s. sækja tölvupóst eða venjulegt vefráp.

Í húsinu er öryggiskerfi í sitthvorri íbúðinni sem þarf að taka af við komu / setja á við brottför. Sami kódinn gildir á kerfin eins og að lyklaboxunum.

Salernispappír á að vera á staðnum en ef hann klárast gerum við ráð fyrir að leigjendur kaupi rúllu eða tvær og hafi með sér. Sama gildir um eldhúspappír.

Reykingar eru óleyfilegar í húsinu og sömuleiðis hundar/gæludýr.

Athugið að þetta er timburhús og því frekar hljóðbært á milli hæða og við biðjum því fólk um að sýna leigjendum uppi/niðri tillitssemi – stólaglamur og riverdans á efri hæðinni er t.d. ekki vinsæll niðri osfrv :)

Við brottför þætti okkur gott ef þið mynduð fara yfir ofnastillingar og skilja þá eftir á stillingu 2.