Sendu okkur tölvupóst á glera@glera.is með fyrirspurn um þá daga sem þú óskar eftir gistingu og fyrir hversu marga. Ef húsið er á lausu staðfestum við bókunina um hæl. Greitt er fyrir leigu fyrirfram ekki síðar en 2 vikum fyrir komudag. Eingöngu er tekið við greiðslum með millifærslu.

Gert er ráð fyrir að nýir leigjendur taki við og skili íbúðinni kl. 18 á komu/brottfarardegi. Þrif og góð umgengni eru ávallt á ábyrgð leigjanda – við áskiljum okkur því rétt að senda reikning fyrir þrifum eða öðru sem er á ábyrgð leigjanda.