Hér er að finna allar helstu upplýsingar um Akureyri, þjónustu, afþreyingu, opnunartíma og annað sem máli skiptir ef þú ert á leið um svæðið.
www.akureyri.is  photo 2

Sundlaug Akureyrar – heiti potturinn okkar er í 2 km fjarlægð. Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís á heimsmælikvarða fyrir alla fjölskylduna.
http://www.visitakureyri.is/IS/ahugavert/Afthreying-og-utivist/nr/10796

Flottasta skíðasvæði landsins og vetraríþróttamiðstöð Íslands. Snjóvélar, frábærar brekkur og enn betra starfsfólk.
www.hlidarfjall.is

KKA er akstursíþróttafélag torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri og er innan vébanda ÍBA, MSÍ og ÍSÍ. Félagið er með frábæra aðstöðu í næsta nágrenni við Glerá.
www.kka.is

Gönguleiðir á Akureyri eru óteljandi og ná vítt og breitt um svæðið. Inn Glerárdal, upp á Súlur og fjöllin í kring eða bara um miðbæinn.
http://www.visitakureyri.is/is/gagnlegar-upplysingar/kort-og-baeklingar

Nóg að skoða hér. Listasafnið á Akureyri var stofnað 1993 og hefur verið einn af burðarásum menningarlífsins á Akureyri allar götur síðan. Staðsett að Kaupvangsstræti 12. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga frá 12 til 17.
www.listasafn.akureyri.is

Kaldbakur er 1,173 m hár og er hæstur tinda við norðanverðan Eyjafjörð, með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Þú kemst á toppinn með troðara með þessum snillingum hér:
http://www.kaldbaksferdir.com/

IMG_0614
Panorama frá toppi Kaldbaks – ÓLÝSANLEGT!

Leikfélag Akureyrar býður ferðamenn sérstaklega velkomna. Leikfélagið er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins.  Saga Leikfélagsins spannar nær heila öld, en starfsemin er í hjarta Akureyrar í fallegu nýuppgerðu leikhúsi.
http://leikfelag.is/page/um_la

Skíðaþjónustan býður upp á allt sem þig vanhagar um í fjallið eða í hjólið á sumrin. Það er fátt sem Viddi og strákarnir hans geta ekki reddað. Þeir kaupa líka og selja notaðar græjur og eiga oftast til eitthvað fyrir alla. Engin heimasíða en eru á Fjölnisgötu 4b, 603 Akureyri. Sími: 4621713

Skautahöll Akureyrar er opin allar helgar 13-17. Þá sjaldan fjallið lokar vegna veðurs er þetta málið:
http://www.sasport.is/default/page/forsida

kelibretti

Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri er með aðstöðu rétt hjá Brynjuís og þar er rekið kröftugasti siglingaklúbbur landsins. Þeir leigja út báta og meira að segja mjög vönduð seglbretti fyrir þá sem hafa smá reynslu af slíkum tólum.
http://nokkvi.iba.is/

 

 

 

Kjarnaskógur er eitt skemmtilegasta útivistarsvæði landsins. Mikið net göngustíga teygir sig um skóginn og á veturna eru troðnar gönguskíðabrautir um skóginn. Sérstakir fjallahjólastígar hafa verið lagðir um skóginn undanfarin sumur, ekki missa af þeim ef þú ert með reiðhjól í farangrinum.
http://kjarnaskogur.is/pages/kjarni.html

Glerárdalshringurinn 24×24 er stór og umfangsmikill fjallgönguviðburður sem genginn er árlega í júlí. Að auki skipuleggja sömu aðilar magnaðar gönguferðir um fjöllin allt í kringum okkur.
http://www.24×24.is/