Húsið stendur ofarlega á Akureyri og er á vinstri hönd rétt eftir að beygt er upp veginn sem liggur að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Það tekur um 3-4 mínútur að aka frá miðbæ Akureyrar að húsinu. Mjög stutt er í bakarí, verslun og sundlaug Akureyrar.

Álíka langt er að keyra upp á skíðasvæði en út í Kjarnaskóg er innan við 10 mínútna akstur. Á veturna er hægt að renna sér beint frá toppinum á Hlíðarfjalli og alla leið niður að húsi, sem líkast til er ein allra lengsta brekka á Íslandi.
IMG_3494
View Larger Map